Netspjall – uppsetning

kr. 35,000


Opnaðu fyrir lifandi netspjall á vefnum þínum til að auðvelda viðskiptavinum þínum að komast í beint samband við þig/fyrirtækið
án þess að þurfa hringja og bíða eftir að komast að, eða senda tölvupóst með óvissum svartíma.

Þú bæði veitir viðskiptavinum betri þjónustu með auðveldara aðgengi að aðstoð eða fá svör sem hjálpar þeim að vera í viðskiptum við þig, og veitir þér betra skipulag og yfirsýn á samskiptum þínum við þá.

Í þessum þjónustupakka felst 3 klst vinna við grunn-uppsetningu og aðlögun á einu öflugasta netspjallkerfinu á netinu í dag (notað hjá yfir 28.000 fyrirtækjum um allan heim).

Áskrift að netspjall-kerfinu bætist svo við aukalega (ekki innifalið í uppsetningarvinnunni) – sjá neðar.

VNR: va010 Vöruflokkur: Merkingar: , ,

Nánari upplýsingar

Áskrift að netspjallkerfinu

Til viðbótar við uppsetningarvinnuna, munt þú fá sérstaka slóð hjá okkur til að skrá þinn eigin stjórnaðgang í netspjall-kerfið og velja þá áskriftarleið sem hentar þér (ódýrasta mánaðargjaldið er $19 pr mánuð, eða $16 pr mánuð ef heilt ár er greitt í einu. Hægt er að uppfæra áskriftina (fyrir fleiri þjónustaðila/persónur) eða hætta, hvenær sem þú vilt (engin skuldbinding til lengri tíma).

Kennsla/leiðbeiningar

Þú færð greinagóðar leiðbeiningar sem sýna þér nákvæmlega hvernig allt virkar, bæði gagnvart viðskiptavinum, og svo það sem kemur að þinni eigin notkun, þannig að allt sé skýrt og sem auðveldast fyrir þig að nýta þér kerfið sem best.
Einnig er í boði að koma á staðinn og veita persónulega kennslu ef þess er óskað (aukatími).

Auðveld umsjón

Þú getur sinnt samskiptunum á netspjalli á vegu.
– Í gegnum reikninginn þinn í netspjall kerfinu.
– Í gegnum forrit sem þú hefur á tölvunni þinni.
– Í gegnum app sem þú hefur á símanum þínum.
… bara hvað sem hentar þér best.

Ath. Það er líka hægt að tengja Facebook-spjallið við þetta sama netspjallkerfi til að sameina öll spjall-tengdu samskiptin undir sama hatt, til að auðvelda þér vinnuna enn betur.

Helstu kostir Netspjalls:

Aukin sala
Með Netspjalli gefst þér kostur á að flýta fyrir þjónustu viðskiptavina á jákvæðan hátt. Að vera þeim innan handar akkúrat þegar þeir þurfa á aðstoð að halda eða hafa einhverjar spurningar. Þetta eykur til muna möguleika á sölu og hærra þjónustustig.

Leysir vandamál viðskiptavina fljótt
Fljót svörun og í rauntíma (ekki löng bið í síma eða eftir tölvupósti). Netspjall af þessu tagi er fljótasta leiðin til að hjálpa og aðstoða viðskiptavini.

Minnkar kostnað
Einn þjónustuaðili getur sinnt mörgum viðskiptavinum í einu og samt haldið uppi góðu flæði og fagmannlegu þjónustustigi. Eykur afköst og framleiðni.

Eykur yfirsýn
Gefur gott yfirlit um það sem er í gangi hverju sinni, hvernig álagið er, og hvernig hægt er að búa til betri ferla og leiðir til að gera viðskiptavini ánægðari, með fljótari svörum og hagstæðum úrlausnum.

Ýmsir eiginleikar netspjallsins (sumt sem kallar á viðbótarvinnu ofan á grunn-uppsetninguna):
– Tilbúin skilaboð (hægt að nota til að svara algengum spurningum)
– Merkja samtöl
– Hægt að bæta við fleiri þjónustuaðilum (viðbótarkostnaður)
– Skoðanakannanir
– Stigagjöf (ánægja með aðstoðina)
– Áberandi leiðir til að hvetja til notkun netspjallsins
– Hægt að senda spjall á milli þjónustuaðila
– Fyrri spjall-saga
… o.fl.