Vefverslun – uppsetning & aðlögun

kr. 225,000


Í þessum þjónustupakka er innifalið:
  • uppsetning á einfaldri vefverslun í Wordpress
  • aðlögun á útliti sem passar þínu fyrirtæki
  • innsetning á allt að 10 vörum sem þú vilt selja
  • tenging við greiðsluþjónustufyrirtæki 
  • auðveldar leiðbeiningar um notkun helstu grunn-atriða í kerfinu
  • 30 mín fjarkennsla í notkun helstu grunn-atriða í kerfinu
Vöruflokkur:

Nánari upplýsingar

Viltu selja vöru eða þjónustu á netinu?
Viltu einfalt kerfi til að sjá um sölu og greiðslumóttöku ?
Viltu meiri sýnileika á því sem þú / fyrirtækið þitt býður upp á?
Langar þig að geta stjórnað þínu eigin verslunarkerfi án þess að háð/ur tækniaðila með hvert einasta atriði?

Það er mikilvægt að þú getir sinnt öllum grunnatriðum í umsjón vefverslunar upp á eigin spýtur.
Woocommerce er eitt af algengustu vefverslunarkerfinum á netinu í dag, en það er kerfi sem keyrir á WordPress vefumsjónarkerfinu sem er eitt það vinsælasta í dag (og hefur verið síðustu árin). Það býður sannarlega upp á marga möguleika (bæði einfalda og flókna) en varðandi hefðbundna virkni er það mjög einfalt í notkun.

Ef þú ert nú þegar með vefsíðu sem keyrir á WordPress, er hægt að bæta vefverslunarkerfinu við það, eða þá að setja upp nýtt WordPress kerfi til og setja þannig upp nýja vefverslun, sem passar fyrir þig eða fyrirtækið þitt.

Það er svo hægt að bæta endalaust við að fleiri möguleikum síðar, en í grunninn er aðalmálið að með svona þessari einfaldri uppsetningu getir þú byrjað að kynna og selja vörurnar þínar eða þjónustu sem þú býður upp á, tekið við greiðslum og afgreitt pantanir á sem auðveldastan hátt, og án þess að vera háð/ur nokkrum tækniaðila með þessar hefðbundnu aðgerðir (nema þú óskir þá eftir því).

Innifalið er innsetning á allt að 10 vörum inn í vefverslunina fyrir þig, en þú getur svo haldið áfram að setja inn fleiri (eða pantað viðbótar innsetningu á vörum eins og þig vantar).

Þetta er einföld grunn uppsetning á vefverslun, en ef þú vilt bæta fleiri atriðum við, eða þarft á sérstakri aðlögun á framsetningu, útliti eða sérstakri virkni að halda, þá geturðu annað hvort bætt því við hér á vefnum, eða verið í sambandi við okkur varðandi þarfir þínar sem við finnum góða heildarlausn á.

Það er innifalið að setja upp tengingu við greiðsluþjónustufyrirtæki að þínu eigin vali (Valitor, Borgun, Korta, Netgíró o.fl.) sem bjóða nú þegar upp á tengingu við Woocommerce kerfið, til að gera þér kleift að taka við greiðslum með greiðslukortum. Að sjálfsögðu getur þú valið að taka við millifærslum, eða senda í póstkröfu en valið er þitt.

Í þessari uppsetningu er gert ráð fyrir að notast sé við fast póstburðargjald, en þó hægt að velja afslátt ef farið er yfir vissa lágmarksupphæð. Einnig er í boði að bjóða upp á sérstaka afsláttarkóða (sem þú getur búið til og boðið upp á hvenær sem þú vilt).

Þú hefur stjórnina, en alltaf hægt að kalla í aðstoð ef þú þarft á einhverri tæknilegri aðstoð að halda umfram það sem þú getur (eða hefur gleymt) eða vilt bæta fleiri möguleikum við, eða vilt hreinlega bara losa um þinn eigin tíma frá of mikilli tæknivinnu (t.d. ef þú þarf að bæta 10 eða fleiri vörum inn á vefinn og hefur ekki tíma til að sinna því).