Google Analytics heimsóknatölfræði – uppsetning

kr. 25,000


Í þessum þjónustupakka er innifalið:
  • uppsetning á Google analytics reikning
  • tenging á Google Analytics kerfinu við vefsíðuna þína
  • auðveldar leiðbeiningar um notkun helstu grunn-atriða í kerfinu
  • 30 mín fjarkennsla í notkun helstu grunn-atriða í kerfinu
VNR: va030 Vöruflokkur:

Nánari upplýsingar

Hversu margir eru að skoða vefinn þinn á hverjum degi?
Hvaðan koma þeir?
Hvað er mest skoðað?
Eru auglýsingarnar þínar að virka?

Google analytics er lang mest notaða tólið til að fylgjast með gestagangi á vefnum þínum og veitir þér ítarlegar upplýsingar um hvað er að virka á vefnum þínum, og hvað ekki, hvaðan er traffíkin / gestir vefsins að koma, hvert fara þeir, hvað er mest lesið, hvaða daga vikunnar og/eða tíma dagsins er mest verið að skoða vefinn þinn, hversu mikið er að koma frá öðrum vefsíðum eða samfélagsmiðlum yfir á þína vefsíðu.

Það er líka nauðsynlegt fyrir þig að geta fylgst með hversu mikið er að koma frá auglýsingum eða öðru markaðsstarfi sem þú notar tíma eða peninga í, til að sjá hvernig og hvort það er að borga sig.

Google analytics færir þér sjónina á hvað er að gerast á vefnum þínum!

Þú getur einnig fylgst með í rauntíma hversu margir gestir eru inn á vefnum þínum í einu, sem er sérstaklega gagnlegt þegar þú ert í einhvers konar markaðsstarfi eða sérstöku átaki að fá meiri traffík.

Google analytics býður upp á app/snjallforrit sem gerir þér kleift að fylgjast með öllu beint í símanum þínum.